7.8.06

Að gera at í nauti!


Veggspjaldið hér fyrir ofan varð á vegi mínum í gær og stóðst ég ekki freistinguna að smella af því mynd. Hér er verið að auglýsa mótmælagöngu, þar sem þjóðaríþrótt Spánverja, nautaati, er mótmælt af mjög svo skiljanlegum ástæðum. Persónulega er ég nefnilega líka andvígur hvers konar dýraslátrun sem ekki þjónar fæðukeðjutengdum tilgangi. Sumir tala um nautaat sem íþrótt en margir Spánverjar líta á atið sem einhvers konar list. Í ferðapésanum sem ég tók með mér stendur ýmislegt um þennan ófögnuð. Eftir að þátttakendur eru mættir á völlinn hefst fyrsti hluti atsins. Svonefndur Picador, ríðandi á hesti, byrjar á því að stinga spjóti í hnakkvöðva nautsins. Þetta er gert til þess að nautið beri höfuðið ekki eins hátt í bókstaflegri merkingu. Næst koma Banderillas á völlinn og stinga tveimur styttri spjótum í hnakka nautsins og þurfa þessi spjót að standa eftir. Í síðasta hlutanum kemur nautabaninn (matador) með rauðan dúk og reynir að láta nautið beyja höfuðið enn meira svo að sverðið sem nautabaninn notar komist dýpra inn í búk dýrsins við "aftökuna". Nautabaninn er oft verðlaunaður/heiðraður að ati loknu og hafi hann staðið sig mjög vel fær hann bæði hala nautsins og eyru að launum. Á ári hverju er um 11.000 dýrum slátrað á Spáni á þennan hátt. Kjötinu eru síðan öllu eytt vegna þeirra ströngu reglna sem Evrópusambandið hefur um slátrun dýra.
Mannskepnan hefur eitt síðustu 10.000 árum í að reyna að hafa stjórn á þeim frumstæðu hvötum sem gera okkur að dýrum frekar enn að mönnum. Á vígvelli styrjalda losnar um þessar hvatir og maðurinn drepur og limlestir eins og ekkert sé. Í nautaati er maðurinn í hlutverki hins sterka dýrs yfir hinu veika; hann er drottnarinn sem ákveður örlög sér minni máttar. Þetta er skemmtilegur boðskapur fyrir börnin okkar (eða þannig) og jafnréttlætanlegur eins og hnefaleikar.
Góðar stundir
BTK

6 Comments:

At 4:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nautaat er algjört ógeð. Að fólk geti haft gaman af því að horfa á einhverja kalla murka lífið úr dýrinu er óskiljanlegt. Þessi mynd er algjör snilld.
kv. Þóra

 
At 2:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ykkur að segja þá ætla Austurrískur nautabanarnir að gera nákvæmlega þetta við litlu aðkeyptu tittina frá Valencia .... eeehhh eða var það öfugt???

Örvar í útlöndum

P.s. Góð mynd.

 
At 3:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

já það væri kannski hægt að fá myndina lánaða og hengja upp við Kárahnjúka!! Táknrænt.
HRI

 
At 4:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ehhhh ... hvad var aftur rangt vid hnefaleika ....

Er betra ad börnin alist upp vid "falid" ofbeldi eins og klárlega sést í knattspyrnu? LEmdu andstaedinginn en passadu bara ad engin sjái thad ... jaaa alla vega ekki dómarinn....

Örvar í útlandinu

 
At 5:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Örvar minn.....
Bíddu bara þangað til ég blogga um boxið.......
BTK

 
At 5:54 e.h., Blogger bassbarinor said...

Ég hlakka mikið til að lesa boxblogg frá þér. Komdu með það drengur!

EG.

 

Skrifa ummæli

<< Home