12.8.06

Verslunarmannahelgin mín!



Á gönguferð í miðborg San Sebastian fyrr í dag, komst ég í nokkurskonar "verslunarmannahelgarfíling". Fólksmergðin var svo mikil að maður þurfti að troðast til að komast áfram. Hér fyllist allt af ferðamönnum um helgar og núna í þetta sinn er líka einhverskonar "hátíð" sem trekkti enn meira fólk að. Tónlistarmenn skemmtu gestum og gangandi; að vísu ekki Stuðmenn eða Bubbi Morteins heldur baskverskur trúbador og á öðrum stað perúísk flautufjölskylda. Þá var auðvitað eitthvað um að fólk hefði áfengi um hönd en sennilega í minna magni en íslendingarnir eiga að venjast. Til viðbótar þessu var töluvert rok og það gekk á með skúrum. Samt voru baðstrendur þétt skipaðar (ekki þó eins og á myndinni hér fyrir ofan sem tekin var s.l. helgi).

Dvöl minni hér lýkur nú á mánudaginn. Í gær frumsýndum við Brottnámið og þegar að áhorfendur komust loksins í gang var stemmingin mjög góð. Að sýningu lokinni ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna og því aðvelt að gleyma því að salurinn hefði verið í dauðara lagi til að byrja með. Seinni sýningin er á morgun og þá er þessari lotu lokið.


Næsta brottnám verður á Íslandi í haust. Ég kem síðustu vikuna í ágúst og verð út október. Svona lengi hef ég ekki dvalið á Íslandi síðan 1995.

Ég ætla auðvitað að hitta alla og gera allt þegar ég kem "heim". Mig langar t.d. að fara oft í leikhús og alla daga í sund og og og og og.....

Kannski getur einhver lesandi komið með frumlega(r) uppástungu(r) um hvað ég ætti að gera.

Skál!
BTK


6 Comments:

At 3:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Landnámssetrið í Borgarnesi og svo á sýningu á "Mr. Skallagrímsson" á eftir ... Eitthvað sem þú sérð ekki eftir, veit ekki hvort sýningar eru í sept, svo ég myndi bara drífa í því sem fyrst.

Hlakka til að sjá þig á klakkanum.

Kveðja, Örvar í útlöndum

 
At 5:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sammála Örvari, þessi sýning er frábær. Nú svo er ég sjálf ekki búin að kynna mér menningarlífið hér svo að ég get ekkert ráðlagt nema þetta.

Kv. Þóra og Björn Ari
(skilaðu kveðju frá okkur líka til Berlínar ;-))

 
At 7:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Okaaay!
It's really a beautiful beach!
Do you remember me?
They call me Tarzan but...my name is Garcia!

Bye bye

 
At 8:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vonandi fékksu þér eitthvað gott að borða í San Sebastian en ég hef heyrt margar sögur af einkar góðum matsölustöðum þar í borg.
Lass es dir schmecken!

Kveðja frá London, Jónas

 
At 10:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég fékk alveg ágætan mat þar Jónas. Reyndar er borgin dálítið dýr, ekki ósvipuð Barcelona og Madrid hvað það varðar.
btk

 
At 4:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

vegna ekki:)

 

Skrifa ummæli

<< Home