18.8.06

Fyrsti íslenski homminn fundinn?

Einhver merkilegasti fornleifafundur síðari ára á sér núna stað á Vestfjörðum. Þar hefur tekist að finna óhreyft kuml, sem að vísu er ekki lengur óhreyft en það er önnur saga. Draga má ýmsar ályktanir af lífi þessa forföðurs okkar með því að kíkja betur í gröfina. Auk vopna fannst m.a. fagurlega skreyttur hárkambur. Af þessu dreg ÉG þá ályktun að um fyrsta íslenska hommann sé að ræða. Víkingar eru þekktir af öðru en snyrtimennsku og enhverju "pjatti". Kannski finnst álklumpur í næsta kumli og fyrsti íslenski stóriðjusjúklingurinn kemur þá í leitirnar.

Að öllu gríni slepptu þá er ánægjulegt að sjá hvernig umræðan um samkynhneigða hefur breyst frá því "ég var ungur". Á æskuslóðum mínum í Garðinum man ég bara ekki eftir neinum "kynvillingi" eins og þeir voru nefndir á niðrandi hátt á þessum tíma. Það gefur samt auga leið að í 1000 manna samfélagi er ákveðið hlutfall sem aðalaðast eigið kyn. Þeir hafa hins vegar ekki haft hátt um hvatir sínar enda þá sennilega lennt milli tannanna á fólki og jafnvel orðið fyrir einhverju ónæði. Það þurfti reyndar ekki mikið til svo menn lentu "utan Garðs" á þessum tíma. Ég var bara búinn að vera nokkrar vikur í grunnskóla þegar ég áttaði mig á að enginn mætti komast að því að mér þætti gaman að læra. Ég yrði sennilega bara laminn.

Vistinni á Spáni er lokið. Það er gott að vera kominn heim til Berlínar og ég hlakka líka til að koma á klakann. Eftirminnleg voru samtöl mín við tenórinn Mario Alves. Mario er af tenori að vera óvenju skemmtilegur og gáfaður. Síðan hans er http://marioalves.no.sapo.pt og þar er hægt að kynnast listamanninum betur.

Samtöl okkar fóru fram á ensku og þar kenndi ýmissa grasa: t.d. talaði Marió um "The Conductor of the Picture Machine!" sem sennilega útleggst sem ljósmyndari á móðurmálinu ylhýra.

góða helgi
BTK

4 Comments:

At 11:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

I wish I could understand icelendic...But I'm shure you say nice things about Garcia: The Conductor of the Picture Machine!

See you soon Super Moon!

 
At 12:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það var enginn "svona" á Skaganum fyrr en ég var orðin unglingur. Þá fréttist af einum, en hann flutti úr landi.
Það er nú enn þannig að það má ekki láta vita af því ef manni finnst gaman að læra. Það þykir ekki töff enn þá því miður.
Kv.
Þóra

 
At 12:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hva.. maður spilar ekkert endilega með hinu liðinu þó maður greiði á sér hárið af og til!!!!

En það er rétt, sem betur fer er samkynhneigð orðin eitthvað sem er ekki flokkað undir sjúkdóma, eitthvað sem þarf að lækna.... Ekki það að ég frétti af pillu sem á víst að afhomma!!!!!

Örvar í útlandinu

 
At 1:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

I'm am the only gay in the village! -segja þeir í "Little Britain" þáttunum óborganlegu. Ég á ennþá eftir að komast að því hver það er í mínu þorpi. Sennilega fara augu fólks fljótlega að beinast að mér. Þetta kallar á "gervi-maka" á næsta þorrablóti, klárlega.
Hvenær kemur pilla sem læknar okkur hin af gagnkynhneigðinni góðu?

Lilja

 

Skrifa ummæli

<< Home