29.8.06

Ein verdammtes Windarschloch

Þetta Ísland er bölvað vindrassgat. Ég var búinn að gleyma því. Hér á Lindargötunni þar sem ég bý um þessar mundir er núna brjálað rok. Allavega 8 vindstig. Dísus! Hvílíkt veðurfar! Hvílík náttúra! Og hvílík þrautseiga hjá forfeðrum okkar að halda þetta út á tímum moldarkofa og vosbúðar. Genin okkar eru einfaldlega vind- og vatnshreinsuð. Engin furða að fólk byggi hér hús úr steinsteypu. Nýja húsið okkar væri komið út á ballarhaf ef það hefði verið reist á Íslandi.

Um helgina skrapp ég norður á Akureyri og fór þar á óperutónleika undir berum himni í "Gilinu". Akureyringar eru stoltur þjóðflokkur og vilja þeir meina að flest sé nú betra norðan heiða en á höfuðborgarsvæðinu. Vissulega er bæjarstæði Akureyrar fallegt og oft eru hærri hitatölur hægra megin og uppi á veðurkortinu en vinstra megin og niðri. Þetta kvöld var hins vegar skítakuldi og rigning í þessari paradís norðursins. Í upphafi dáðist ég að söngvurum og hljómsveitinni fyrir að halda svona frábæra tónleika í þessu ömurlega veðri. Þegar leið á kvöldið dáðist ég hins vegar meira að áhorfendum sem létu kuldann ekki á sig fá og nutu tónleikanna með bros á vör og blautt hár. Þarna sýndu íslensku genin á sér sínar bestu hliðar. Hér kallar fólk ekki allt ömmu sína (hvernig svo sem það orðatiltæki er tilkomið) og lætur ekki veðurguðina segja sér fyrir verkum.

Ég minnist líka fyrsta golfmótsins sem ég tók þátt í í Leirunni. Vindurinn var svo mikill að við þurftum að leggja golfpokana á jörðina annars hefðu þeir fokið af golfkerrunum og kylfurnar sennilega skemmst. Keppendur slógu hver í kapp við annan upp í vindinn; klæddir í vind- og vatnsheldar vetarflíkur (í júní) og misstu jafnvægið í mestu kviðunum.

"The answer my friend is blowing in the Wind", söng Bob Dylan.
Skyldi hann einhvern tímann hafa komið til Íslands?

7 Comments:

At 1:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvurslags veðurvæl er þetta. ... er gjörsamlega búið að þynna úr þér veðurgenin með Bratwurst og bjór ????

Kveðja Örvar á Íslandi

 
At 1:53 e.h., Blogger bassbarinor said...

þetta er nú óþarflega neikvæður pistill hjá þér svona um hásumar. Ég held að þú ættir að prófa að fjölga nammidögunum áður en þú bloggar næst.

Einar hressi.

 
At 11:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góði hættu þessu rövli. Hér er stafalogn og heiðríkja -nema kannski norðan Hverfisgötu.. reyndar. Takk fyrir að byrja með mér daginn- ekkert eins hressandi og að fá hláturskast yfir bloggfærslunum þínum í upphafi vinnudags. :)
oddný

 
At 9:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég og mínir komum í rokið og rigninguna 12.-22.okt. Sjáumst vonandi.
Eyrún

 
At 1:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mikill er máttu bloggs þíns Bjarni!
Hér hefur verið stafalogn, sól og heiðríkja alveg síðan þú helltir úr skálum reiði þinnar yfir veðurguðina. Þeir hafa greinilega hundskammast sín og ákveðið að sýna þér sínar bestu hliðar:-)
Annars veistu að það er alltaf logn á Íslandi - það er bara stundum dálítil ferð á því:-)
kveðja, Óli Sveins

 
At 12:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku kallinn,

ég er búinn að fá fréttir af glimrandi söxess Osmínsins og annara brottnámunga. Til hamingju með það allt. Það skiptir örugglega máli að hafa sýninguna á tveimur tungumálum, svo ekki sé talað um "með hreim".

Hvernig var það annars, var ekki Bjarni vinur minn alltaf að þýfga mig um blogg? -Og myndir líla?
Þarf ég að segja meira???

-Solche hergefaufne Laffen....

Marke+Sparafucile=Sparke

 
At 2:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig er það, á ekkert að skrifa meira? Eða á að láta staðarnumið við væl um íslenska veðráttu....common, þú ert nú einu sinni fullvaxinn Bassi...eða er það ekki?

 

Skrifa ummæli

<< Home